Upplýsingar

 

Um Heimilistæki

Heimilistæki hefur um langt árabil verið leiðandi í innflutningi og sölu á raf- og heimilistækjum. Fyrirtækið var stofnað 22.september 1962 og varð því 50 ára á árinu 2012. Stórverslun Heimilistækja flutti haustið 2007 eftir langa dvöl við Sæbrautina sem nú heitir Guðrúnartún og er nú til húsa á Suðurlandsbraut 26, þar sem Sigtún var eitt sinn til húsa. Auk verslunar í Reykjavík eru fjórar verslanir á landsbyggðinni á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ.

Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu. Með þetta að leiðarljósi var vefur Heimilistækja hannaður, og er mikið lagt í að allar upplýsingar, verð og myndir séu aðgengilegt á vefnum og er hann uppfærður oft á dag. Allar vörur Heimilistækja eru til sýnis á vefnum.

Heimilistæki eru með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki heims á sviði raf- og heimilistækja, sem tryggir mikið og gott vöruúrval, hagstæðustu innkaup sem völ er á með beinum viðskiptum við framleiðendur, og þar af leiðandi bestu mögulegu verð til neytenda. Á sama hátt þá tryggir einnig beint samband við framleiðendur besta mögulega þjónustustig sem völ er á.

Allar frekari upplýsingar um Heimilistæki ehf má fá í síma 569-1500 eða með því að senda tölvupóst á sala@ht.is

Heimilistæki ehf.

Kt. 470400-3070

Vsk. númer: 75484

Suðurlandsbraut 26

108 Reykjavík

Sími: 569-1500

Fax: 569-1501

 
 
 
 

Atvinnuumsóknir 

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma til starfa fyrir Heimilistæki að senda inn umsókn og haft verður samband ef starf losnar. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða laus störf eða til að senda inn almenna atvinnuumsókn.

Atvinnuumsóknir

Vöruhús Heimilistækja

Vöruhús Heimilistækja er að Klettagörðum 21, sími 5691490. Allar stærri vörur eru afhentar í vöruhúsinu, og er opnunartími þess sami og verslunar Heimilistækja.

 

 

Kaskótrygging

Heimilistæki bjóða í samstarfi með vátryggingarfélaginu VÍS upp á kaskótrygginar til þriggja eða fimm ára. Kaskótrygging er trygging umfram almenna ábyrgðarskilmála. Tryggingin tryggir fyrir skemmdum, þjófnaði (skv. lögregluskýrslu) eða bilunum sem falla ekki undir almenna ábyrgðarskilmála, t.d. ef sjónvarp dettur í gólfið, myndavél er stolið eða ef þvottavél skemmist sökum aðskotahluta. Engin sjálfsábyrgð er á tryggingunni sem þýðir að gert er við vöruna eða afhent ný án nokkurs kostnaðar. Afgreiðsla tjónamála er með sama hætti og með önnur þjónustumál, hafa á samband við þjónustuverkstæði.

Greiðsludreifing

Heimilistæki bjóða upp á raðgreiðslur til allt að 59 mánaða í samstarfi með Borgun. Vaxtalausar raðgreiðslur eru í boði til allt að 6 mánaða. Til að nota raðgreiðslur þarf greiðslukort frá VISA eða Mastercard. Lántökugjald er 3,5% og greiðslugjald er 390 kr. per greiðslu.

Heimilistæki bjóða auk þess upp á greiðslu í gegnum Netgíró. 

Samanburður á lánum

Ef þú ert að skoða að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú séð samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi okkar bíður upp á.

Heimilistæki bjóða upp á lán frá Borgun og Netgíró. Athugið að reiknivél miðar ekki við vaxtalaus lán Borgunar sem við bjóðum upp á. Hægt er að sjá útreikning á því miðað við 6 mánuði undir verð á vöru hér á ht.is. 

Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum

Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu.

Raftæki geta innihaldið spilliefni, til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna, þ.e.a.s Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.

 

Akstur á höfuðborgarsvæðinu

Akstur á tæki*

Tæki keyrt heim og inn fyrir dyr. Engin uppsetning innifalin.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.

ATH: Sé bætt við þessa þjónustu að fjarlægja tæki þá þarf að aftengja tækið sem á að fjarlægja og koma því að inngangi. Þessi þjónusta kostar aukalega.

 

Akstur á tæki með þjónustu*

Tæki keyrt heim og tengt á þeim stað sem það á að vera.

Ef lyfta þarf tækinu til að koma því fyrir þarf viðskiptavinur að aðstoða við slíkt eða óska sérstaklega eftir auka manni, gegn viðbótargjaldi sem gert er upp við bílstjóra.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.

 

* Á ekki við um tvöfalda ísskápa (ameríska)

 

 

Akstur með tvöfalda ísskápa (ameríska)

Skápur keyrður heim og inn fyrir dyr. Engin uppsetning innifalin.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi. Sé óskað eftir uppsetningu má semja um slíkt við bílstjóra þegar hann hefur metið aðstæður.

ATH: Sé bætt við þessa þjónustu að fjarlægja núverandi tæki þá þarf að aftengja tækið sem á að fjarlægja og koma því að inngangi. Þessi þjónusta kostar aukalega.

Akstur á uppþvottavél með þjónustu

Uppþvottavél keyrð heim og sett upp á sinn stað, stillt af og tengd.

Það er ekki innifalið að setja framhlið á vél ef um alinnbyggða vél er að ræða.

Vélin er aðeins sett upp með þeim slöngum og tengingum sem fylgja vélinni. Þurfi að tengja með lengri slöngum og tengingum þá er það á ábyrgð viðskiptavinar.